Helga Soffía og Sigga Ózk eru tvær tvítugar og týndar bestu vinkonur. Þær setjast niður einu sinni í viku og spjalla um lífið og tilveruna og hvernig það er að vera ung manneskja í samfélaginu í dag. Þær ræða allt á milli himins og jarðar alveg frá ást, vináttu og sjálfsímynd yfir í æði þeirra fyrir stjörnumerkjum og stjörnusnakki. Þetta podcast er fyrir alla sem eru að verða, hafa verið eða eru tvítugir og týndir. En ekki örvænta, það er aldrei hægt að vera alveg týndur. Það eru allir á sinni leið, þú býrð til þína eigin, og hérna getið þið heyrt okkar.

More ways to listen